Tímabilið auðvitað vonbrigði

Téa Adams sækir að körfu Njarðvíkur.
Téa Adams sækir að körfu Njarðvíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur með tap sinna kvenna fyrir Njarðvík, 82:67, í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í Valsheimilinu í kvöld.

Valur er þar með úr leik en Njarðvík vinnur einvígið, 3:1, og mætir Grindavík í undanúrslitum.

„Auðvitað vonbrigði að detta út. Við gerðum okkar besta og það var orka í liðinu. Við áttum nokkur áhlaup sem voru fín en full stutt. 

Þær eru stærri og sterkari en við og það fer gríðarleg orka í að koma með svona áhlaup. Þær urðu síðan batteríslausar. 

Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals.
Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Tímabilið er vonbrigði. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari. Miðað við allt sem gekk á og þær sem hættu í fyrra þá er ég stoltur af þessu liði. 

Deildin er miklu sterkari í ár en nokkurn tímann í fyrra. Það eru fullt af stelpum sem fengu fá tækifæri í fyrra sem eru að fá fleiri núna. Við erum með allt öðruvísi lið. 

Við verðum að byggja ofan á þetta og halda áfram. Við sleikjum sárin núna en þurfum að sjá hvað gekk á í vetur og koma sterk til baka,“ sagði Hjalti Þór jafnt og þétt í samtali við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert