England fær ekki fimmta lið í Meistaradeildina

Aston Villa og Tottenham eru í baráttunni um sæti í …
Aston Villa og Tottenham eru í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni. AFP/Darren Staples

England fær fjögur lið en ekki fimm í hinni nýju útfærslu af Meistaradeild karla í knattspyrnu á næsta keppnistímabili.

Þetta komst endanlega á hreint í gærkvöld þegar ljóst varð að Þýskaland næði í aukasæti ásamt Ítalíu en þessar tvær þjóðir fá að senda fimm lið í keppnina næsta vetur.

Það er því ljóst að Arsenal, Manchester City og Liverpool verða í Meistaradeildinni og fjórða liðið verður annað hvort Aston Villa eða Tottenham. Villa er með sjö stiga forskot á Tottenham í baráttunni um fjórða sætið en Tottenham á hins vegar tvo leiki til góða.

Ekkert enskt lið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar í vor og það gerði útslagið um að England lenti fyrir aftan Ítalíu og Þýskaland á styrkleikalistanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert