Hafðu hnífinn ávallt beittan

Ísak Aron Jóhannsson veit vel að það skiptir miklu máli …
Ísak Aron Jóhannsson veit vel að það skiptir miklu máli að vera með réttu tækin og tólin í eldhúsinu. Beittur hnífur skiptir máli. Samsett mynd

Ísak Aron Jó­hanns­son, fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins og eig­andi veisluþjón­ust­unn­ar ZAK, gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina og bakst­urinn. Ísak veit líka vel að það skiptir miklu máli að vera með réttu tækin og tólin í eldhúsinu og gefur líka góð ráð þegar kemur að eigulegu hlutum í eldhúsinu og meðferð þeirra sem gerir matreiðsluna og störfin í eldhúsinu auðveldari. Að þessu sinni gef­ur hann góð ráð þegar því að vera með góðan hníf.

Ólíklegra að þú skerir þig

„Í eldhúsinu þarf að skera mikið og því er mikilvægt að hnífurinn sé beittur. Það eru algeng mistök að halda að ef þú ert með beittan hníf að þá er líklegra að þú skerð þig en það er rangt. Með beittari hníf þá ertu ólíklegri til að skera þig því léttara er að vinna með hnífinn og hann mun ekki valda þér vandræðum. Algengt er einnig að eiga svokallaðan „sparihníf“ en ég trúi ekki á það, dýrir kokkahnífar endast lengi ef bitinu er haldið við og er því mikilvægt að kunna að brýna.

Ég sjálfur nota brýningavél sem er mjög hentug en annars er gott brýni nauðsynlegt í eldhúsið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert