Matcha- og límónu chiagrautur fyrir morgunglaða

Gullfallegur matcha- og límónu chiagrautur.
Gullfallegur matcha- og límónu chiagrautur. Ljósmynd/Linda Ben

Hér á ferðinni uppskrift að matcha- og límónu chiagraut sem er ofur hollur og góður. Linda Ben uppskriftahöfundur sem heldur úti uppskriftasíðunni Linda Ben á heiður að þessum chiagrautur. Grauturinn er stútfullur af góðum innihaldsefnum sem næra líkama og sál. Matchað vekur líkamann mjúklega en það er einnig mjög andoxurnarefnaríkt. Chiafræin eru rík af trefjum og omega 3 fitusýrum. Að sögn Lindu gerir hafraskyrið chiagrauti meira seðjandi og gefur meiri fyllingu í bragðið.

Linda segist oft margfalda þessa uppskrift og hefur nokkur svona glös tilbúin inni í ísskáp til þess að eiga til í morgunmat. Þannig spari hún sér tíma og tiltekt.

Matcha- og límónu chiagrautur

Fyrir 1

  • 2 msk. chia 
  • 1 ½ dl plöntumjólk (upplagt að heimatilbúna möndlumjólk)
  • 1 tsk. matcha
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 tsk. hunang eða hlynsíróp (má sleppa)
  • 150 g hafraskyr með límónu og kókos
  • 1 msk. pistasíuhnetur

Aðferð:

  1. Takið til glas eða krukku sem ykkur finnst passa best fyrir chiagrautinn.
  2. Blandið saman chiafræjum, plöntumjólkinni, matcha, vanilludropum og hunangi í skál.
  3. Látið standa í u.þ.b. 15-20 mínútur eða þar til blandan er orðin þykk.
  4. Það er gott að hræra reglulega í blöndunni á meðan hún er að taka sig.
  5. Setjið síðan blöndu í glasið sem þið ætlið að hafa grautinn í.
  6. Setjið hafraskyrið ofan á chiablönduna.
  7. Skerið pistasíuhneturnar og dreifið yfir.
  8. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert