Arðsemin dregst saman

Arðsemi viðskiptabankanna þriggja á fyrsta ársfjórðungi dregst saman milli áranna …
Arðsemi viðskiptabankanna þriggja á fyrsta ársfjórðungi dregst saman milli áranna 2023 og 2024. Samsett mynd

Arðsemi viðskiptabankanna þriggja á fyrsta ársfjórðungi dregst saman milli áranna 2023 og 2024. Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn og Kvika hafa allir birt uppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja á tímabilinu nam 17 milljörðum íslenskra króna samanborið við 20 milljarða hagnað í fyrra.

Snorri Jakobsson, greinandi og eigandi Jakobsson Capital, segir í samtali við Morgunblaðið að það hafi verið vitað að hagnaður bankanna myndi dragast saman milli áranna 2023 og 2024 þar sem peningamagn dragist saman þegar vaxtastig er hátt.

Kort/mbl.is

„Það hefur áhrif á vaxtamuninn og við sjáum að útlánavöxturinn er farinn. Sá litli útlánavöxtur sem er skýrist af hækkun á vísitölu neysluverðs. Við sjáum að lánasafnið er nær ekkert að stækka svo það er raunsamdráttur hjá viðskiptabönkunum í útlánum. Vaxtamunurinn hefur örlítið dregist saman,“ segir Snorri og bætir við að sú þróun hafi ekki komið á óvart.

„Afkoman af efnahagsreikningi hjá öllum bönkunum var í samræmi við væntingar. Bankarnir eru þó misjafnlega umsvifamiklir í fjárfestingatekjum. Nú erum við að fara inn í þriðja árið þar sem hlutabréfamarkaðurinn hefur verið slæmur. Íslenski markaðurinn hefur ekki hækkað neitt að ráði síðustu fimm árin. Það er sérstakt ástand og hefur farið að bíta í þjónustutekjur bæði í eignastýringu, mörkuðum og fyrirtækjaráðgjöf.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK