Aðhaldið ætti að vera meira

Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir að mörg útgjaldaaukandi frumvörp liggi fyrir á Alþingi sem búi til útgjöld í stað þess að skera niður á móti. Björn Brynjúlfur var gestur í Dagmálum á mbl.is í dag.

„Það er ekki hægt að bæta við ríkisútgjöldum án þess að hugsa um afleiðingarnar. Ríkissjóður er rekinn með halla og ef fjármálaáætlun gengur eftir verður hann rekinn með samfelldum halla í níu ár.“

Stjórnarráðið
Stjórnarráðið Ljósmynd/Stjórnarráðið

Tekur undir sjónarmið S&P og fjármálaráðs

Hann bætir við að hann telji að aðhaldið ætti að vera meira.

„Mér finnst að aðhaldið verði að vera meira og við skrifuðum umsögn um fjármálaáætlun stjórnvalda þar sem við lögðum til tillögur um að auka það,“ segir hann. Björn Brynjúlfur segir að nýlega hafi verið gefið út mat tveggja óháðra aðila á aðhaldsstiginu; annars vegar fjármálaráðs, sem er nefnd hagfræðinga skipuð af stjórnvöldum til að meta opinber fjármál, og hins vegar S&P.

„Báðir þessir aðilar töluðu um að meira aðhald væri betra. Fjármálaráð talaði um að það væri ekki nægilegt að þeirra mati og S&P sagði að til að lánshæfismatseinkunn gæti hækkað þyrfti aðhald í ríkisfjármálum að vera meira. Ég tek undir sjónarmið þeirra,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK