Skýrist á morgun hvort Kane fái leikbann

DeAndre Kane í leiknum gegn Keflavík
DeAndre Kane í leiknum gegn Keflavík Árni Sæberg

DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur í körfubolta, gæti verið á leið í leikbann fyrir að slá í myndavél í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum úrvalsdeildar karla.

Kane fékk tæknivillu fyrir leikaraskap og var rekinn af velli í fjórða leikhluta. Ósáttur við dóminn gekk Kane af velli og setti lófann fyrir framan linsu sjónvarpsmyndavélar á hliðarlínunni. Því næst hreytti hann nokkrum vel völdum orðum í menn á varamannabekk Keflavíkur og ýtti við öryggishliði. 

Aga- og úrskurðanefnd KKÍ mun taka málið fyrir og Grindavík hefur frest til miðnættis í kvöld til að skila athugasemdum til sambandsins staðfestir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ við Vísi. 

Besti sóknarmaður Keflavíkur, Remy Martin, er meiddur og leikur ekki næsta leik en ef Kane verður dæmdur í bann mun það gefa Keflvíkingum líflínu í viðureign Suðurnesjaliðana.

Frétt Vísis

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert