Magnað mark í Garðabæ (myndskeið)

Adolf Daði og Guy Smit í eldlínunni í kvöld.
Adolf Daði og Guy Smit í eldlínunni í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta með sigri á KR á heimavelli, 5:3.

Adolf Daði Birgisson innsiglaði sigurinn með fimmta marki Stjörnunnar í uppbótartíma. Hann lék þá glæsilega á vörn KR og vippaði boltanum snyrtilega yfir Guy Smit í marki KR.

Markið fallega má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert