Verður áfram í banni í oddaleiknum

Jakob Martin Ásgeirsson í leik með FH.
Jakob Martin Ásgeirsson í leik með FH. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jakob Martin Ásgeirsson, leikmaður FH, verður í banni annan leikinn í röð þegar lið hans tekur á móti ÍBV í oddaleiknum í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í Kaplakrika á sunnudagskvöldið.

Handbolti.is skýrir frá þessu en Jakob var á þriðjudaginn úrskurðaður í eins leiks bann til viðbótar við annað eins leiks bann sem hann sem hann fékk á fundi aganefndarinnar daginn áður.

Í úrskurði aganefndar segir að viðbótarbannið sé tilkomið vegna ítrekunaráhrifa en Jakob tók í febrúar út eins leiks bann vegna brots í bikarleik gegn Haukum.

Jakob lék því ekki með FH þegar lið hans tapaði fjórða leiknum eftir vítakeppni í Eyjum í gær og þarf áfram að vera á meðal áhorfenda í oddaleiknum á sunnudagskvöldið. Sá leikur hefst í Kaplakrika klukkan 19.40.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert