Settu titilbaráttuna í uppnám með sigri

Hildur Antonsdóttir lagði upp fyrra mark Twente.
Hildur Antonsdóttir lagði upp fyrra mark Twente. Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslendingaliðið Fortuna Sittard setti stórt strik í baráttuna um hollenska meistaratitilinn í knattspyrnu kvenna í gærkvöld með góðum sigri á efsta liðinu, Twente, 2:0.

Næstsíðasta umferð úrvalsdeildarinnar var leikin í gærkvöld og Twente var með fimm stiga forskot á Ajax og gat tryggt sér meistaratitilinn með því að sigra Fortuna.

En það fór á annan veg því Fortuna vann leikinn, 2:0, og á því möguleika á að ná þriðja sæti deildarinnar í lokaumferðinni.

Hildur Antonsdóttir lagði upp annað marka Fortuna fyrir Tessu Wullaert en Hildur og María Ólafsdóttir Gros léku allan leikinn. Lára Kristín Pedersen var allan tímann á varamannabekknum að þessu sinni.

Ajax vann á meðan PSV Eindhoven, 2:1, og er tveimur stigum á eftir Twente. Twente er með 53 stig, Ajax 51, PSV 38 og Fortuna Sittard 37 í fjórum efstu sætunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert