Tjáir sig um framtíð Sancho

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United. AFP/Oli Scarff

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var á fréttamannafundi í dag spurður út í framtíð enska kantmannsins Jadon Sancho hjá félaginu.

Sancho átti stórleik fyrir Borussia Dortmund, þar sem hann leikur á láni, í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi er Dortmund lagði París SG að velli, 1:0.

Jadon Sancho fer framhjá Fabián Ruiz í gærkvöldi.
Jadon Sancho fer framhjá Fabián Ruiz í gærkvöldi. AFP/Franck Fife

Ten Hag og Sancho sinnaðist snemma á tímabilinu og var Englendingurinn úti í kuldanum um nokkurra mánaða skeið áður en hann fór að láni í janúar.

„Hann spilaði mjög vel í gær. Hann er mjög góður leikmaður. Í gær sýndi hann hvers vegna Manchester United keypti hann.

Hann sýndi einnig að hann er mjög verðmætur fyrir Manchester United, sem er góðs viti.

Ég samgleðst honum fyrir frammistöðu hans í gær og við sjáum til hvað gerist í framtíðinni,“ sagði hollenski stjórinn og hélt að sér spilunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert