City á toppinn eftir stórsigur

Josko Gvardiol skorar annað markið sitt og þriðja mark City.
Josko Gvardiol skorar annað markið sitt og þriðja mark City. AFP/Adrian Dennis

Manchester City fór upp í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með sigri á Fulham á útivelli, 0:4, í Lundum í dag. City er nú með 85 stig, tveimur stigum meira en Arsenal en bæði lið hafa leikið 36 leiki og eiga aðeins tvo eftir.

Fulham byrjaði af nokkrum krafti og sótti allra fyrstu mínúturnar. Eftir það tók City völdin, var mun meira með boltann og leitaði að glufum í vörn Fulham. Gestirnir fundu eina slíka á 13. mínútu.

Josko Gvardiol skorar fyrsta mark leiksins.
Josko Gvardiol skorar fyrsta mark leiksins. AFP/Adrian Dennis

Króatíski varnarmaðurinn Josko Gvardiol sendi þá á Kevin De Bruyne og fékk hann aftur frá Belganum, lék á varnarmann og skoraði af öryggi úr teignum, 1:0.

City var miklu meira með boltann það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en gekk illa að skapa sér færi. Hinum megin komst Fulham lítið yfir miðju og var staðan í leikhléi 1:0.

Phil Foden fagnar sínu marki.
Phil Foden fagnar sínu marki. AFP/Adrian Dennis

Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri endaði, City var mikið með boltann en færin fá. Þrátt fyrir það varð staðan 2:0 á 59. mínútu er Phil Foden kláraði mjög vel í teignum eftir sprett hjá Bernardo Silva.

Tveimur mínútum síðar fékk Erling Haaland úrvalsfæri þegar hann slapp í gegn eftir sendingu frá De Bruyne en lagði boltann yfir markið.

Fyrsta markinu fagnað.
Fyrsta markinu fagnað. AFP/Adrian Dennis

Það kom ekki að sök því City skoraði þriðja markið á 71. mínútu þegar Gvardiol gerði sitt annað mark. Hann kláraði þá af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Bernardo Silva.

Staðan var 3:0 allt fram í uppbótartíma þegar Julian Álvarez skoraði fjórða markið úr víti sem hann náði í sjálfur. Issa Diop varnarmaður Fulham fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brotið. 

Var flautað til leiksloka nokkrum andartökum síðar. 

Noel Gallagher úr The Oasis fylgist með sínum mönnum í …
Noel Gallagher úr The Oasis fylgist með sínum mönnum í City. AFP/Adrian Dennis
Bobby Decordova-Reid úr Fulham og Phil Foden hjá Manchester City …
Bobby Decordova-Reid úr Fulham og Phil Foden hjá Manchester City eigast við í dag. AFP/Adrian Dennis
Pep Guardiola mætir á Craven Cottage í dag.
Pep Guardiola mætir á Craven Cottage í dag. AFP/Adrian Dennis
Fulham 0:4 Man. City opna loka
90. mín. Antonee Robinson (Fulham ) fær gult spjald Sparkar Oscar Bobb niður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert