Chelsea skemmdi fyrir Tottenham

Leikmenn Chelsea fagna marki Trevoh Chalobah í kvöld.
Leikmenn Chelsea fagna marki Trevoh Chalobah í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Chelsea vann sterkan heimasigur á Tottenham Hotspur, 2:0, í frestuðum Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Chelsea fór með sigrinum upp í áttunda sæti deildarinnar þar sem liðið er nú með 51 stig, tveimur stigum á eftir Newcastle United í sjöunda sæti og þremur á eftir Manchester United í sjötta sæti. Chelsea er því farið að blanda sér af alvöru í baráttuna um Evrópusæti.

Um leið lagði Chelsea stein í götu Tottenham í baráttu liðsins um að ná Meistaradeildarsæti. Tottenham er í fimmta sæti með 60 stig, sjö stigum á eftir Aston Villa í fjórða sætinu.

Tvö skallamörk skildu að

Í kvöld kom Trevoh Chalobah heimamönnum yfir með laglegu skallamarki eftir fyrirgjöf Conors Gallaghers úr aukaspyrnu.

Á 72. mínútu tvöfaldaði Nicolas Jackson forystuna með skalla af stuttu færi eftir að Cole Palmer hafði þrumað í þverslána beint úr aukaspyrnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert