Vill samlanda sinn til Liverpool

Arne Slot verður knattspyrnustjóri Liverpool.
Arne Slot verður knattspyrnustjóri Liverpool. AFP/Bart Stoutjesdijk

Hollendingurinn Arne Slot, verðandi knattspyrnustjóri karlaliðs Liverpool, er sagður vilja fá samllanda sinn Teun Koopmeiners til félagsins. 

Slot, sem stýrir karlaliði Feyenoord, tekur við Liverpool af Jürgen Klopp fráfarandi stjóra að yfirstandandi tímabili loknu. 

Koopmeiners, sem er leikmaður Atalanta, er metinn á 50 milljónir punda en hann er 26 ára gamall miðjumaður. 

Gekk hann til liðs við Atalanta sumarið 2021 frá AZ Alkmaar þar sem hann var undir stjórn Arne Slot. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert