Nýliðarnir enn taplausir

Fyrirliðinn Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Fylki í …
Fyrirliðinn Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Fylki í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fylkir og Keflavík áttust við í þriðju umferð Bestu deild kvenna í knattspyrnu í Árbænum í dag. Leiknum lauk 4:2 fyrir Fylki sem þýðir að liðið er með 5 stig eftir þrjá leiki. Keflavík er enn án sigurs.

Leikurinn byrjaði af miklum krafti og eftir aðeins 9 mínútna leik kom fyrirliðinn, Eva Rut Ásþórsdóttir, Fylki yfir með glæsilegri afgreiðslu í vinstra hornið.

Aðeins sjö mínútum síðar jafnaði Keflavík metin með marki frá Caroline Mc Cue Van Slambrouck.

Fylkiskonur voru þó ekki lengi að komast aftur yfir. Á 23. mínútu skoraði Guðrún Karítas Sigurðardóttir eftir frábært spil hjá Fylki.

Keflavík endaði fyrri hálfleikinn betur og var Caroline Van Slambrouck ekki langt frá því að skora sitt annað mark í leiknum og jafna leikinn fyrir Keflavík. 2:1 fyrir Fylki var staðan í hálfleik.

Gunnar Magnús þjálfaði Keflavík um árabil en þjálfar Fylki í …
Gunnar Magnús þjálfaði Keflavík um árabil en þjálfar Fylki í dag Ljósmynd/Kristinn Steinn

Seinni hálfleikurinn byrjaði rólega og voru Keflvíkingar aðeins líklegri á fyrstu mínútunum. Á 58. mínútu skoraði Eva Rut Ásþórsdóttir sitt annað mark í kvöld og kom þar með Fylkiskonum í 3:1.

Aðeins sjö mínútum síðar komst Fylkir í 4:1 eftir klaufalegt sjálfsmark hjá Susönnu Friedrichs.

Keflavíkurkonur voru samt ekki búnar að syngja sitt síðasta og á 77. mínútu skoraði Saorla Miller eftir flotta aukaspyrnu frá Melanie Rendeiro.

Keflavíkurkonur héldu áfram að ógna og voru þær ekki langt frá því minnka muninn. Leikurinn endaði 4:2 fyrir Fylkiskonur sem þýðir að þær eru með 5 stig.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Fylkir 4:2 Keflavík opna loka
90. mín. Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert