Vonar að spáin rætist

Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur
Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur Ljósmynd/Kristinn Steinn

Haraldi Frey Guðmundssyni, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í fótbolta, kom ekki á óvart að liði hans væri spáð sigri í 1. deild karla af þjálfurum og fyrirliðum á kynningarfundi fyrir deildina sem haldin var á Laugardalsvelli í dag.

„Mér líst ágætlega á að vera spáð fyrsta sæti. Ég reiknaði með að okkur yrði spáð einhverju af þremur efstu sætunum“. Sagði Haraldur í samtali við Mbl.is í dag.

Úrslitakeppnis fyrirkomulag var tekið upp á síðasta keppnistímabili í 1. deild karla og Keflvíkingar þurfa mögulega að takast á við það í fyrsta skipti. 

Keflvíkingar og Eyjamenn mætast í 1. deild í sumar
Keflvíkingar og Eyjamenn mætast í 1. deild í sumar Ljósmynd/Sigfús Gunnar

“Já við höfum velt því aðeins fyrir okkur, þetta er nýtt fyrirkomulag fyrir okkur. Hér áður fyrr var alltaf sagt að það væru tvö spennandi sæti í þessari deild, núna er bara eitt sæti sem er mjög spennandi og svo tekur við meiri körfubolta fílingur. Það skiptir kannski ekki öllu hvort þú sért í öðru eða fimmta sæti, þú átt möguleika á að fara upp í gegnum úrslitakeppnina“.

Aðspurður hvort Haraldur telji mörg lið muni gera tilkall til fyrsta sætis sagði hann:

„Þetta verður erfið keppni og jöfn, ég held að ekkert eitt lið stingi af á toppnum heldur verða mörg góð lið í baráttu um að fara upp og jafnvel fimm til sex lið sem munu berjast umsætin í úrslitakeppninni“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert