„Klárar í að berjast um fyrsta sætið“

Hildur Karítas Gunnarsdóttir er fyrirliði Aftureldingar
Hildur Karítas Gunnarsdóttir er fyrirliði Aftureldingar Kristinn Magnússon

Hildur Karítas Gunnarsdóttir, fyrirliði Aftureldingar, var ánægð með að liðinu væri spáð efsta sæti af þjálfurum og fyrirliðum 1. deildar kvenna. Hún segir liðið tilbúið að berjast um toppsætið.

Aðspurð hvernig henni litist á að Aftureldingu væri spáð fyrsta sæti sagði Hildur:

„Mér líst bara vel á það, við erum búin að setja okkur markmið sem við erum allar meðvitaðar um og allar tilbúnar að ná. Við munum leggja okkar af mörkum til að ná þessum markmiðum“.

Afturelding hafnaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð og skipt var um þjálfara um haustið. Perry Maclachlan tók við þjálfun liðsins en hann hefur áður þjálfað KR og Þór/KA.

Telur Hildur að liðið sé tilbúið að keppa um fyrsta sætið á komandi tímabili?

„Já við myndum segja að við værum klárar í að berjast um sigur í deildinni, veturinn hefur verið mjög góður. Við fengum alveg nýtt þjálfarateymi en haldið flestum leikmönnum liðsins frá í fyrra. Við höfum æft vel í vetur og erum klárar í tímabilið“.

Perry John Mclachlan þjálfari Aftureldingar
Perry John Mclachlan þjálfari Aftureldingar Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert