Keflavík og Aftureldingu spáð efstu sætunum

Keflvíkingum er spáð efsta sæti 1. deildar karla
Keflvíkingum er spáð efsta sæti 1. deildar karla Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Karlaliði Keflavíkur og kvennaliði Aftureldingar var spáð efstu sætum 1. deilda karla og kvenna í knattspyrnu á kynningarfundi fyrir deildirnar sem fram fór í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag.

Leikmenn og fyrirliðar liðanna í deildunum spáðu fyrir um deildina og karlamegin var liði Keflavíkur spáð efsta sætinu, en aðeins eitt sæti gefur örugga þáttöku í Bestu deildinni að ári. Afturelding var í 2. sæti og í kjölfarið var Þór, Grindavík og ÍBV spáð sæti í umspilinu. Nýliðum Dalvíkur/Reynis og ÍR er spáð falli.

Kvennamegin var liði Aftureldingar spáð efsta sætinu og ÍBV 2. sæti. Tvö lið fara beint upp. Nýliðum ÍR var spáð botnsætinu og hinum nýliðunum, ÍA, var spáð falli sömuleiðis.

Afturelding er besta liðið í 1. deild kvenna að mati …
Afturelding er besta liðið í 1. deild kvenna að mati fyrirliða og þjálfara Hákon Pálsson

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, tilkynnti að allir leikir deildanna verði sýndir í opinni dagskrá á Youtube en leikirnir verða teknir upp með sjálfvirkum myndavélum frá tölvufyrirtækinu Oz.

Birgir tilkynnti einnig að birtingar á aukaefni, mörkum og tilþrifum á samfélagsmiðlum verði í höndum Bullish Media sem er ætlað að auka áhuga og umfjöllun um deildirnar.

Á fundinum kynnti dómarinn Helgi Mikael Jónasson einnig áherslur dómara en fast verður tekið á mótmælum, leiktöfum og hegðun starfsmanna og varamanna í boðvangi liðanna.

Spáin í 1. deild karla:

1. Keflavík
2. Afturelding
3. Þór
4. Grindavík
5. ÍBV
6. Fjölnir
7. Leiknir R.
8. Þróttur R.
9. Grótta
10. Njarðvík
11. ÍR
12. Dalvík/Reynir

Spáin í 1. deild kvenna:

1. Afturelding
2. ÍBV
3. Fram
4. Grindavík
5. HK
6. FHL
7. Selfoss
8. Grótta
9. ÍA
10. ÍR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert