Alþingi 2000

Þorkell Þorkelsson

Alþingi 2000

Kaupa Í körfu

Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingaráðherra lagði áherslu á það við utandagskrárumræðu um fyrirhugaðan niðurskurð á þjónustu við geðsjúka, sem fram fór á Alþingi í gær, að þjónusta við geðsjúka myndi ekki dragast saman og að skjólstæðingar geðsviða stóru sjúkrahúsanna fengju örugga þjónustu, hér eftir sem hingað til. Sagði Ingibjörg að forsvarsmenn sjúkrahúsanna hefðu fullvissað sig um að í heild stæði alls ekki til að draga úr þjónustu við sjúklinga heldur væri markmiðið að nýta aðstöðu og mannafla sem best í þágu sjúklinga. Myndatexti: Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingaráðherra lagði á það áherslu að ekki væri fyrirhugað að draga úr þjónustu við geðsjúka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar