Ótrúlegt gengi Palace (myndskeið)

Crystal Palace hefur vægast sagt farið á kostum undanfarið í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu en liðið vann Wolves á útivelli, 3:1, í dag. 

Michael Olise, Jean-Phillipe Mateta og Eberechi Eze skoruðu mörk Palace en Matheus Cunha skoraði mark Wolves. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert