Í dag eiga allir skilið morgungjöf

Lengi hefur tíðkast að brúðgumi gefi nýbakaðri eiginkonu sinni morgungjöf. Með tíð og tíma hefur gildi þessarar gjafar breyst. Í dag eiga allir skilið morgungjöf. Vera Guðrún H. Borghildardóttir fjallaði um þróun brúðkaupshefða í lokaverkefni sínu til BAgráðu í þjóðfræði fyrir tíu árum. Í ritgerðinni, „Sumar hefðir eru skemmtilegar og gaman að virða þær, en aðrar kannski börn síns tíma“, fjallar hún meðal annars um morgungjafir og voru þær ekki eins rómantískar og þær eru í dag.

Lengi hef­ur tíðkast að brúðgumi gefi nýbakaðri eig­in­konu sinni morg­un­gjöf. Með tíð og tíma hef­ur gildi þess­ar­ar gjaf­ar breyst. Í dag eiga all­ir skilið morg­un­gjöf. Vera Guðrún H. Borg­hild­ar­dótt­ir fjallaði um þróun brúðkaups­hefða í loka­verk­efni sínu til BAgráðu í þjóðfræði fyr­ir tíu árum. Í rit­gerðinni, „Sum­ar hefðir eru skemmti­leg­ar og gam­an að virða þær, en aðrar kannski börn síns tíma“, fjall­ar hún meðal ann­ars um morg­ungjaf­ir og voru þær ekki eins róm­an­tísk­ar og þær eru í dag.

Samið var um gjaf­ir í kaup­mál­um en árið 1700 breytt­ist bekkjar­gjöf­in í morg­un­gjöf. Fékk brúðurin gjöf frá eig­in­manni sín­um eft­ir að þau höfðu sofið í sama rúmi. „Því má draga þá álykt­un að með morg­un­gjöf hafi brúðgum­inn upp­haf­lega verið að borga fyr­ir mey­dóm konu sinn­ar,“ seg­ir Vera Guðrún í rit­gerð sinni. Kem­ur fram að morg­un­gjöf hafi verið silf­ur­grip­ur, föt eða pen­ing­ar.

Fram kem­ur í rit­gerðinnni að ekki hafi verið al­gengt að brúðhjón gæfu hvort öðru brúðar­gjöf en morg­un­gjöf var þó al­geng lengi vel. Morg­un­gjöf gat þá verið arm­bandsúr, stein­hring­ur eða háls­men. Seg­ir heim­ild­armaður að til sveita hafi jafn­vel verið gef­inn hest­ur, þótt það hafi lík­lega ekki verið á alla færi. Þegar komið er fram á árið 2002 er morg­un­gjöf enn við lýði en þó færri sem nefndu það en 1992. Skart­grip­ir voru enn vin­sæl­ir. Sú nýbreytni varð í kring­um alda­mót að brúðgumi fékk einnig morg­un­gjöf.

Þegar komið er fram í nú­tím­ann segj­ast viðmæl­end­ur Veru Guðrún­ar ekki leggja mikla áherslu á morg­un­gjöf. „Eng­ir viðmæl­enda minna gáfu hvor öðrum morg­un­gjöf,“ seg­ir Vera Guðrún sem ræddi við brúðhjón, aðeins ein kona hugsaði út í það. Er það mat henn­ar að siður­inn hafi ekki fest sig í sessi.

Á að gefa morg­un­gjöf?

Þótt hefðin sé ekki leng­ur eins og áður er um að gera fyr­ir verðandi brúðhjón að gefa hvort öðru morg­un­gjöf. Gjöf­ina má gefa morg­un­inn eft­ir en líka fyr­ir at­höfn­ina. Það er fátt skemmti­legra en að bera fal­leg­an skart­grip á dag­inn sjálf­an frá ný­bökuðum eig­in­manni eða eig­in­konu.

Hér má finna nokkr­ar góðar hug­mynd­ir.

Þetta hálsmen er frá CARAT London. Um er að ræða …
Þetta hálsmen er frá CARAT London. Um er að ræða gullhúðað hálsmen með sirkonsteinum. Hálsmenið fæst hjá Michelsen og kostar 49.000 kr.
Kvenúr frá Armani. Það er með stálkeðju og gyllingu. Það …
Kvenúr frá Armani. Það er með stálkeðju og gyllingu. Það fæst hjá Jóni & Óskari og kostar 74.600 kr
Demantseyrnalokkar eru góð gjöf. Þessir eru úr 14 kt gulli …
Demantseyrnalokkar eru góð gjöf. Þessir eru úr 14 kt gulli með 0,05 kt demöntum. Eyrnalokkarnir fást hjá Michelsen og kosta 98.000 kr.
Hvernig væri að gefa ástinni listaverk í morgungjöf? Þetta verk …
Hvernig væri að gefa ástinni listaverk í morgungjöf? Þetta verk er eftir Loja Höskuldsson og minnir töluvert á hjónabandið þegar fólk fer í gegnum súrt og sætt. Skrúbb og skúringar hitta hönnunarvörur.
Hringur með stjörnu úr demöntum er falleg gjöf. Um er …
Hringur með stjörnu úr demöntum er falleg gjöf. Um er að ræða 18 kt hvítagullshring með 0,43 kt demöntum. Hann fæst í Gullbúðinni og kostar 340.000 kr.
Tommy Hilfiger-úr með grænni skífu. Úr stáli og gengur fyrir …
Tommy Hilfiger-úr með grænni skífu. Úr stáli og gengur fyrir rafhlöðu. Það fæst hjá Jóni og Óskari og kostar 40.000 kr.
18 karata hringur úr hvítagulli. Hann er með 0,90 kt …
18 karata hringur úr hvítagulli. Hann er með 0,90 kt akvamarínsteini og 0,30 kt demöntum. Hann fæst í Gullbúðinni og kostar 269.000 kr.
Þetta úr er herralegt og fallegt á hendi. Það er …
Þetta úr er herralegt og fallegt á hendi. Það er frá JS Watch Company Reykjavík og fæst hjá Gilbert úrsmið. Það kostar 307.000 kr.
Þetta blómaarmband er úr 18 kt gulli og hefur að …
Þetta blómaarmband er úr 18 kt gulli og hefur að geyma 64 demanta. Hver demantur er 0,22 kt. Armbandið er frá ítalska tískuhúsinu Gucci og kallast Flora. Það fæst hjá Michelsen og kostar 492.000 kr.
Svart klassískt leðurbelti er góð gjöf. Það er frá Boss …
Svart klassískt leðurbelti er góð gjöf. Það er frá Boss og fæst í Herragarðinum. Það kostar 19.980 kr.
Glæsileg taska frá Barbour. Hún fæst hjá Kormáki og Skildi …
Glæsileg taska frá Barbour. Hún fæst hjá Kormáki og Skildi og kostar 39.900 kr.
Saint Laurent-smellueyrnalokkar eru klassískir og fágaðir. Þeir fást til dæmis …
Saint Laurent-smellueyrnalokkar eru klassískir og fágaðir. Þeir fást til dæmis á Neta-porter.com og kosta 96.000 kr
Góður stóll er lífstíðareign. Þessi stóll er frá VIPP og …
Góður stóll er lífstíðareign. Þessi stóll er frá VIPP og fæst í Epal. Hann kostar 161.000 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál