Hvernig á að grafa fisk?

Ísak Aron Jóhannsson ljóstrar upp leynitrixi kokkanna hvernig á að …
Ísak Aron Jóhannsson ljóstrar upp leynitrixi kokkanna hvernig á að grafa á fisk. Samsett mynd

Ísak Aron Jó­hanns­son, fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins og eig­andi veisluþjón­ust­unn­ar ZAK, gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina og bakst­ur­inn. Ísak veit líka vel að það skipt­ir miklu máli að vera með réttu tæk­in og tól­in í eld­hús­inu og gef­ur líka góð ráð þegar kem­ur að eigu­legu hlut­um í eld­hús­inu og meðferð þeirra sem ger­ir mat­reiðsluna og störf­in í eld­hús­inu auðveld­ari. Að þessu sinni ljóstrar Ísak upp leynitrix sem kokkar nota til að grafa fisk.

Þetta er rétta trixið þegar grafa á fisk

Að létt grafa fisk er leynitrix hjá kokkum og miklu einfaldara en marga grunar. Fyrst tekur þú 500 g af salti og 500 g af sykri, blandar því saman í skál. Næsta skref er að þú tekur salt og sykur gröftinn, eins og hann er kallaður, dreifir honum á bakka og setur fiskinn ofan á. Síðan þekur þú fiskinn greftinum og gott að setja mikið af honum á fiskinn. Settu síðan fiskinn í kæli en eftir 30 mínútur skolarðu fiskinn og þerrar. Eftir þessa meðhöndlun er mun hentugra að steikja, gufusjóða eða baka fiskinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert