Rafhleðslustöðvar við öll Íslandshótel

Hleðslustöð við Fosshótel á Húsavík.
Hleðslustöð við Fosshótel á Húsavík. Ljósmynd/Aðsend

Rafhleðslustöðvar eru nú komnar upp við öll Íslandshótel á landsbyggðinni. 

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Fyrsta rafhleðslustöðin var sett upp við Fosshótel Reykholt og síðan þá hefur verið unnið að uppsetningu slíkra stöðva við öll hótelin á landsbyggðinni. Þá er hraðhleðslustöð við Fosshótel Mývatn og í bígerð er að setja upp hraðhleðslustöð við Fosshótel Húsavík.

Rafhleðslustöðvarnar voru í fyrstu settar upp í samstarfi við ON en síðar var einnig gerður samstarfssamningur við Ísorku. Þá stendur til að fjölga stöðvum  enn meira á hótelum Íslandshótela til að mæta aukinni þörf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert