Neitar ásökunum heimildarmyndarinnar

Kevin Spacey þvertekur fyrir ásakanir sem koma fram í nýrri …
Kevin Spacey þvertekur fyrir ásakanir sem koma fram í nýrri heimildarmynd í næstu viku.

Leikarinn Kevin Spacey þvertekur fyrir nýjar ásakanir um ólöglegt athæfi, en ný heimildarmynd um ásakanir gegn Spacey kemur út í næstu viku.

Í viðtali við fyrrverandi fréttamann GB News, Dan Wootton, þvertók Spacey fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi. 

Kvaðst Spacey geta gengist við því að hann hefði á tímum hegðað sér með óviðeigandi hætti og taka fulla ábyrgð á því. Hegðun hans hefði aftur á móti aldrei varðað við lög. 

Leikarinn var sýknaður af ákærum fyrir kynferðisbrot bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum.

Svaf hjá mönnum sem vildu ná lengra

„Ég tek fulla ábyrgð á hegðun minni og gjörðum áður fyrr. En ég get ekki og mun ekki taka ábyrgð á eða biðjast fyrirgefningar við einhvern sem hefur spunnið upp eða ýkt sögur af mér,“ sagði Spacey í viðtalinu. 

Kvaðst hann vissulega hafa sofið hjá mönnum sem hefðu eflaust talið að þeir gætu náð lengra í eigin ferli með því að eiga í sambandi við hann. Hann hafi engu að síður aldrei rætt slíkt við hjásvæfu.

„Ég hef aldrei sagt við neinn að ef sá hinn sami gerði mér kynferðislegan greiða að ég myndi þá hjálpa þeim með ferilinn þeirra.“

Klaufaleg tilraun til að daðra

Leikararnir Ruari Cannon og Danny De Lillo eru meðal þeirra sem koma fram í heimildarmyndinni. Báðir hafa þeir veitt viðtöl sem birt voru í dag þar sem þeir halda því fram að hegðun Spacey hafi verið afar óeðlileg.

Játaði Spacey að hann hefði eflaust ekki tekið bestu ákvarðanirnar og að hann myndi gera hlutina öðruvísi í dag. Hann gæti aftur á móti ekki breytt því sem hefði gerst.

„Voru tilfelli þar sem ég daðraði við fólk sem var að vinna að þáttum með mér sem var á tvítugsaldri? Já. Svaf ég einhvern tímann hjá öðrum leikurum? Já. Gerði ég klaufalega tilraun að því að reyna við einhvern sem svo kom í ljós að hafði ekki áhuga? Já,“ sagði Spacey.

„En það gerðist. Það var ekki ólöglegt né var því nokkurn tímann haldið fram að það væri ólöglegt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg