Hljómborðsleikari ELO látinn

Richard Tandy.
Richard Tandy.

Richard Tandy, hljómborðsleikari rokkhljómsveitarinnar Electric Light Orchestra eða ELO, er látinn 76 ára að aldri. Tandy var liðsmaður bresku rokksveitarinnar á árunum 1972 til 2014, með hléum. 

Jeff Lynne, tónlistarmaður og meðstofnandi sveitarinnar, greindi frá andláti Tandy á samfélagsmiðlinum X.

„Það er með mikilli sorg að ég tilkynni um andlát kollega míns og kærs vinar. Hann var magnaður tónlistarmaður og góður vinur. Ég mun geyma allar góðu minningarnar um ókomna tíð,“ skrifaði Lynne við færsluna. 

Tandy, sem var tekinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 2017, lætur eftir sig eiginkonu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg