„Ég hef aldrei áður upplifað slíka veiði“

Lokað var við löndun 3.200 tonnum af kolmunna úr Berki …
Lokað var við löndun 3.200 tonnum af kolmunna úr Berki NK í morgun. Skipstjórinn Hjörvar Hjálmarsson segist aldrei hafa upplifað aðra eins veiði. Samsett mynd

„Það er ekki hægt að vera annað en sáttur. Staðreyndin er sú að kolmunnaveiðin hefur verið ævintýri líkust að undanförnu og reyndar allt þetta ár. Ég hef aldrei áður upplifað slíka veiði,“ segir Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri á Berki NK um gang kolmunnaveiða í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

„Það virðist einfaldlega vera miklu meira af fiski en áður og það lætur nærri að að veiðin hafi verið 100 tonn á tímann. Í þessum túr fengum við þessi 3.200 tonn í sex holum,“ segir hann. Löndun aflans úr skipinu í Neskaupstað lauk í morgun.

„Oft hefur veiðin á þessum slóðum byrjað af nokkrum krafti en síðan hefur hún fjarað út. Núna helst aftur á móti þessi góða veiði og ekkert lát á henni. Við höfum að undanförnu alltaf verið að veiða á sama svæðinu og það kemur sífellt meira af fiski inn á það. Veiðarnar hafa farið fram á hinu svonefnda Gráa svæði og norður að svonefndri skiljulínu. Það sem einkennir veiðarnar er mikill afli á skömmum tíma og frábært hráefni fyrir verksmiðjurnar. Auðvitað gengur hratt á kvótann þegar svona fiskast,” segir Hjörvar.

Stór vertíð

Kolmunnaveiðin gengur vel hjá öllum skipum samstæðu Síldarvinnslunnar og var lokið við að landa fullfermi úr Hákoni EA á Seyðisfirði í gær. Beitir NK er síðan kominn að landi með rúm 3.000 tonn og mun landa á Seyðisfirði á morgun.

Kolmunninn hefur víða komið sér vel í loðnuleysinu og nýst vel í mjöl- og lýsisgerð. Í færslunni segir að vinnsla í fiskimjölsverksmiðjum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði gangi afar vel.

Íslensku uppsjávarskipin hafa heimidlir til veiða á tæplega 306 þúsund tonnum af kolmunna í ár og hefur Síldarvinnslan mestu heimildirnar í tegundinni, heil 91.536 tonn. HAfa íslensku skipin veitt um 210 þúsund tonn og er því enn um þriðjungur aflaheimilda eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.239 kg
Þorskur 51 kg
Rauðmagi 30 kg
Steinbítur 25 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 1.351 kg
18.5.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 1.306 kg
Samtals 1.306 kg
18.5.24 Fíi ÞH 11 Grásleppunet
Grásleppa 818 kg
Samtals 818 kg
18.5.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.339 kg
Samtals 1.339 kg
18.5.24 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 1.916 kg
Þorskur 46 kg
Skarkoli 39 kg
Ufsi 29 kg
Langa 4 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.036 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.239 kg
Þorskur 51 kg
Rauðmagi 30 kg
Steinbítur 25 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 1.351 kg
18.5.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 1.306 kg
Samtals 1.306 kg
18.5.24 Fíi ÞH 11 Grásleppunet
Grásleppa 818 kg
Samtals 818 kg
18.5.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.339 kg
Samtals 1.339 kg
18.5.24 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 1.916 kg
Þorskur 46 kg
Skarkoli 39 kg
Ufsi 29 kg
Langa 4 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.036 kg

Skoða allar landanir »