Fjárfestar virðast vilja halda í bréfin

Ellert Hlöðversson, fjármálastjóri Íslandsbanka, segir að bankinn hafi lagt til …
Ellert Hlöðversson, fjármálastjóri Íslandsbanka, segir að bankinn hafi lagt til hliðar tíu milljarða króna til að nýta í endurkaup á eigin bréfum

Íslandsbanki ákvað að taka tilboðum að andvirði um 1,2 milljarða króna við endurkaup á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi sem lauk í gær. Bankinn tók tilboðum fyrir um 11,8 milljónir hluta á genginu 99,8 krónur á hlut.

Endurkaupin eru hluti af endurkaupaáætlun bankans. Rétt er að hafa í huga að bankinn hafði þó gert ráð fyrir að kaupa mun meira í þessari umferð, eða fyrir um þrjá milljarða króna.

Í samræmi við áherslur

Ellert Hlöðversson, fjármálastjóri Íslandsbanka, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að þetta sé í samræmi við áherslu bankans á að straumlínulaga efnahag hans fyrir lok árs 2025, m.a. með endurkaupum á bréfum.

„Við munum á komandi mánuðum halda áfram og bankinn getur notað til þess áframhaldandi endurkaup með endurkaupaáætlun, endurkaup með útboðsfyrirkomulagi eða sértækar arðgreiðslur, eftir efnum og aðstæðum hverju sinni,“ segir Ellert.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK