Valur kjöldró Aftureldingu

Benedikt Gunnar Óskarsson
Benedikt Gunnar Óskarsson mbl.is/Arnþór Birkisson

Valur og Afturelding mættus í öðrum leik úrslitaeinvígis liðanna í Íslandsmóti karla í handbolta í kvöld og lauk leiknum með 14 marka sigri Vals 39:25. Staðan í einvíginu er því 1:1 en þrjá sigra þarf til að komast áfram í úrslitaeinvígið gegn annað hvort FH eða ÍBV sem leika hreinan oddaleik á sunnudag.

Leikurinn var nokkuð jafn fyrstu 10 mínúturnar og var munurinn á þessu tímabili halfleiksins aldrei meiri en eitt mark. Þá settu valsemnn í næsta gír, keyrðu hraðan fram úr góðu hófi og keyrðu lið Aftureldingar í kaf. Í raun væri þetta nægilega góð skýring á þróun leiksins en við skulum þó halda áfram með þessa grein.

Valsmenn sigldu framúr liði Aftureldingar og voru fljótlega komnir gott forskot. Eftir 20 mínútna leik var munurinn 6 mörk í stöðunni 15:9 fyrir Val. Valsmenn létu ekki þar við sitja heldur juku muninn í 9 mörk fyrir hálfleik og voru hálfleikstölur 21:12 fyrir Val og má segja að úrslitin í leiknum væru ráðin.

Markahæstur í fyrri hálfleik hjá Val var Benedikt Gunnar Óskarsson með 7 mörk og varði Björgvin Páll Gústavsson 9 skot.

Í liði Aftureldingar var Birkir Benediktsson með 4 mörk og varði Brynjar Vignir Sigurjónsson 4 skot.

Síðari hálfleikur hófst á því að Valsmenn náðu 10 marka forskoti og kom það með marki frá Tjörva Tý Gíslasyni. Stórir póstar í liði Aftureldingar klikkuðu ítrekað á sínum skotum og valsmenn refsuðu grimmt með hraðaupphlaupum í bakið á mosfellingum.

Eftir 40 mínútna leik var staðan 26:12 fyrir Val, 14 marka munur. Þá virtist Gunnar Magnússon þjálfari byrja að hvíla leikmenn eins og Þorstein Leó enda leikurinn tapaður.

Valsmenn héldu áfram að auka muninn og náðu mest 16 marka forskoti í stöðunum 33:17 og 37:21.

Fór svo að Valsmenn unnu stórsigur 39:25 og jafna einvígi liðanna.

Markahæstur í liði Vals var Benedikt Gunnar Óskarsson með 9 mörk, þar af eitt úr vítum. Björgvin Páll Gústavsson varði 18 skot og Stefán Pétursson eitt skot.

Í liði Aftureldingar var Birkir Benediktsson með 5 mörk. Brynjar Vignir Sigurjónsson varði 4 skot og Jovan Kukobat 3 skot.

Liðina eigast aftur við á Varmá næsta sunnudag.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Valur 39:25 Afturelding opna loka
60. mín. Andri Þór Helgason (Afturelding) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert