Ólympíueldurinn kominn til Frakklands (myndir)

Franski íþróttamaðurinn Nantenin Keita heldur á ólympíueldinum við komuna til …
Franski íþróttamaðurinn Nantenin Keita heldur á ólympíueldinum við komuna til Marseille í dag. AFP/Christophe Simon

Ólympíueldurinn kom að höfn í Marseille í Frakklandi í dag, þar sem verður hlaupið með hann í 68 daga áður en eldurinn verður tendraður á upphafsdegi Ólympíuleikanna í París þann 26. júlí.

Eldurinn var tendraður í Ólympíu í Grikklandi þann 16. apríl síðastliðinn og hlaupið með hann víðs vegar um Grikkland í ellefu daga áður en eldurinn endaði í Aþenu.

Þaðan barst eldurinn með hinu forna skipi Belem sem kom til Marseille í dag. Alls mun hann ferðast 12.000 kílómetra um Frakkland og yfirráðasvæði þjóðarinnar víðs vegar um heiminn áður en eldurinn verður tendraður í París.

Hér má sjá nokkrar myndir af athöfninni í Marseille í dag:

Franska skipið Belem frá 19. öld.
Franska skipið Belem frá 19. öld. AFP/Nicolas Tucat
Ólympíueldurinn um borð í skipinu Belem.
Ólympíueldurinn um borð í skipinu Belem. AFP/Nicolas Tucat
Mikil viðhöfn var í Marseille við komu ólympíueldsins.
Mikil viðhöfn var í Marseille við komu ólympíueldsins. AFP/Christophe Simon
Franski rapparinn Jul kveikir á ólympíukatlinum með því að notast …
Franski rapparinn Jul kveikir á ólympíukatlinum með því að notast við ólympíueldinn. AFP/Christophe Simon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert