Kennir eigin leikmanni um

Thomas Tuchel var óánægður með frammistöðu Kim Min-jae.
Thomas Tuchel var óánægður með frammistöðu Kim Min-jae. AFP/Kerstin Joensson

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri karlaliðs Bayern München, kenndi eigin leikmanni Kim Min-jae um jafnteflið gegn Real Madrid, 2:2, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í Bæjaralandi í gær. 

Vinicius Junior kom Real Madrid yfir í fyrri hálfleik en Leroy Sané jafnaði metin og Harry Kane kom Bayern yfir, 2:1, snemma í þeim síðari. 

Real fékk hins vegar vítaspyrnu þegar að stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Þá braut Suður-Kóreumaðurinn Kim Min-jae á Rodrygo inn í teignum. Á punktinn steig Vinicius og skoraði. 

Kim Min-jae braut á Rodrygo og gaf Real Madrid vítaspyrnu.
Kim Min-jae braut á Rodrygo og gaf Real Madrid vítaspyrnu. AFP/Kirill Kudryavtsev

Í vitðtali eftir leik kenndi Thomas Tuchel Kim um bæði mörkin. 

„Hann var of gráðugur í báðum mörkum. Fyrst var hann of fljótur á sér og Toni Kroos náði því að senda Vinicius í gegn. 

Síðan í seinna markinu gerði hann aftur mistök. Þá vorum við fimm gegn tveimur og enginn ástæða til að verjast af svona miklum krafi,“ sagði Tuchel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert