Stórbrotið mark Mac Allisters (myndskeið)

Alexis Mac Allister skoraði draumamark fyrir Liverpool þegar liðið lagði Sheffield United að velli, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Topplið Liverpool lenti í vandræðum með botnlið Sheffield og var það Mac Allister sem kom heimamönnum í 2:1 með ótrúlegu skoti úr D-boganum sem söng uppi í samskeytunum.

Darwin Núnez hafði komið Liverpool yfir eftir klaufaskap hjá Ivo Grbic í marki Sheffield áður en Conor Bradley skoraði klaufalegt sjálfsmark og jafnaði metin fyrir gestina.

Varamaðurinn Cody Gakpo rak svo smiðshöggið fyrir Liverpool með góðum skalla á lokamínútunni.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert