„Í þykjustuleiknum þá var ég Agnetha Fältskog“

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi.
Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í til­efni kom­andi for­seta­kosn­inga ákvað Smart­land að skyggn­ast á bak við tjöld­in og spyrja for­setafram­bjóðend­ur spjör­un­um úr. For­vitn­ast um það sem fáir vita en all­ir ættu hins veg­ar að vita.

Fimm spurn­ing­ar fyr­ir for­setafram­bjóðend­ur: Helga Þórisdóttir

Fyrsti kossinn?

Ætli það sé ekki þegar mamma kyssti mig nýfædda. Ég man ekki eftir því en hún sagði mér frá því.“

Hvaða plaköt prýddu veggi herbergis þíns á unglingsárunum?

„ABBA! Ekkert annað - og það sást ekki í vegginn fyrir myndum, bæði svarthvítum og í lit. Í þykjustuleiknum þá var ég Agnetha Fältskog og Snæfríð Þorsteins æskuvinkona mín var Anni-Frid Lyngstad. Þetta voru góðir tíma.“

Fyrstu tónleikarnir?

„Með þeim fyrstu og eftirminnilegustu voru tónleikar í Laugardalshöll með Simply Red og Fine Young Cannibals. Þvílík upplifun að koma inn þegar lagið „Funny how love is“ hljómaði í troðfullri höllinni, umkringd vinum.“

Uppáhaldsárstíð?

„Vor og sumar - þegar gróðurinn lifnar við og fuglarnir fara að syngja.“

Botnaðu setninguna: Minn forseti er: 

„Minn forseti er Vigdís Finnbogadóttir, fyrir fágun sína og skynsemi og fyrir að láta heimsbyggðina taka eftir okkur. Verð síðan að bæta Ólafi Ragnari Grímssyni við, fyrir að bjarga okkur frá skuldaánauð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál