Þriðji leikhluti hafinn í forsetakjöri

Kosningabaráttan fyrir forsetakjör er að færast á annað svið enda styttist í kosningar. Stjórnmálafræðingarnir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Hjörtur J. Guðmundsson ræða hvernig gangi og hvert liggi leið.

Er guð til? En djöfullinn? Kraftaverk?

Nýkjörinn biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir ræðir lífið og tilveruna ásamt trúnni í þætti dagsins. Hún tekur formlega við embætti í byrjun júlí en vígslan verður í september. Séra Guðrún trúir á kraftaverk og hefur orðið vitni að slíku. Þá vill hún efla þjóðkirkjuna og að allir sem eru í henni og að þessu fjölmennasta samfélagi landsins beri höfuðið hátt. Hún ætlar að færa biskupsembættið nær þjóðinni og ætlar sér að setja upp skrifstofu í hverjum landshluta í eina viku á hverju ári. Hún hleypur maraþon reglulega og hefur gaman af að prjóna og lesa glæpasögur.

Þarft að styðja við framtak einstaklinga

Björn Brynjúlfur Björnsson, nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs var gestur í Dagmálum en rætt var um starf Viðskiptaráðs, efnahagsmálin, hið opinbera og fleira.

„Það er hægt að kópera allt“

Sigga Heimis segir að það verði að vekja fólk til umhugsunar um eftirlíkingar sem tröllríða heiminum. Það eru ekki bara gerðar eftirlíkingar af töskum og treflum heldur lyfjum, matvælum og leikföngum.