Skítur skilinn eftir við skrifstofu Baldurs

Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson.
Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ófögur sjón blasti við starfsmanni á kosningaskrifstofu Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda í gærmorgun þegar hann mætti til vinnu. Einhver hafði skilið skít eftir við innganginn.

Þetta segir Jón Kristinn Snæhólm, gamall vinur og stuðningsmaður Baldurs, í samtali við mbl.is en hann vakti athygli á sóðaskapnum á Facebook. Kosningaskrifstofa Baldurs er á Grensásvegi 5 við Skeifuna. 

Jón segir að starfsfólk hafi þurft að spúla skítinn af stéttinniHann telur saurinn líklegast vera af hundi kominn. 

Gert vegna kynhneigðar Baldurs?

Jón telur ljóst að saurnum hafi vísvitandi verið sturtað úr poka við innganginn að kosningaskrifstofunni.

„Þegar það er töluvert mikið magn af hundaskít sett þarna fyrir framan dyrnar, þá er mjög augljóst í mínum huga að þetta sé gert með ásetningi,“ segir Jón í samtali við mbl.is, aðspurður hvort þetta gæti haft eitthvað með kynhneigð Baldurs að gera.

Baldur er samkynhneigður og eini frambjóðandinn sem er opinberlega hinsegin.

Sínu máli til rökstuðnings bendir Jón á að hundar geti ekki sjálfir kúkað í poka – hvað þá sturtað úr þeim við útidyrahurðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert