Flugmaður skutlaði fíkniefnum til Íslands

4.500 grömm voru flutt til landsins.
4.500 grömm voru flutt til landsins.

Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir innflutning á 4,5 kg af kannabisefnum. Maðurinn reyndi að senda sér efnin í pakka í gegnum DHL-póstþjónustuna frá Bandaríkjunum.

Þarlend lögregluyfirvöld fundu aftur á móti efnin og sendu til lögreglu hérlendis með aðstoð frá flugmanni Icelandair. 

Flaug frá JFK 

Kannabisefnin fundust í póstsendingu sem einnig innihélt kvenmannsföt og fundust efnin við tollskoðun í Bandaríkjunum. Lögreglan í Bandaríkjunum setti sig í samband við lögregluyfirvöld á Íslandi og var ákveðið að beita ekki tálbeituleið að þessu sinni.   

Þessi í stað var DHL sendingin gerð upptæk og settu lögregluyfirvöld fíkniefnin í hendur flugstjóra hjá Icelandair við brottför frá JFK-flugvelli í New York. Honum var svo falið að koma pakkanum til tollayfirvalda hérlendis. 

Flugstjóri skutlaði 4.500 grömmum af kannabis til landsins.
Flugstjóri skutlaði 4.500 grömmum af kannabis til landsins. Hördur Sveinsson

Fjölmörg skilaboð 

Þau tóku á móti flugstjóranum og pakkanum um leið og var hann sendur á tæknideild til rannsóknar í framhaldinu. Ákveðið var að beita ekki tálbeituleið heldur var farið að heimili þess sem átti að fá sendinguna í Kópavogi þar sem hann var handtekinn.

Fíkniefnu fundust á heimili mannsins og í síma hans voru einnig fjölmörg skilaboð sem gáfu til kynna að hann seldi fíkniefni.

Maðurinn sagðist ekkert kannast við sendingu fíkniefna til hans en framburður hans þótti ótrúverðugur.

Var hann dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi og gert að greiða um 463.000 krónur í sakarkostnað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert