Dekkjaþjófar á ferðinni

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um þrjá menn að stela dekkjum undan bifreið í hverfi 104 í Reykjavík.

Mennirnir voru farnir þegar lögreglan kom á vettvang.

Datt úr stiga í heimahúsi

Lögreglunni barst tilkynning um konu sem hafði dottið úr stiga í heimahúsi í Grafarvogi. Hún var flutt á slysadeild til frekari skoðunar, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Tilkynnt var um rúðubrot í hverfi 221 í Hafnarfirði. Einn var handtekinn og var hann látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Minniháttar eignaspjöll voru unnin á bifreið í miðbæ Reykjavíkur en gerandinn er ókunnur.

Þrír ökumenn voru jafnframt stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert