„Viðræðum miðar ágætlega áfram sem er jákvætt“

Ríkissáttasemjari við Borgartún.
Ríkissáttasemjari við Borgartún. mbl.is/Golli

Samninganefndir Sameykis, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins funda enn um kjaradeilu Sameykis og FFR við Isavia.

Að sögn Unnars Arnar Ólafssonar, formanns FFR, vinna samningsaðilar nú í sitthvoru lagi í ákveðinni verkefnavinnu sem miðar ágætlega áfram. 

„Það er ekkert nýtt að frétta en viðræðum miðar ágætlega áfram sem er jákvætt. Ekki er ákveðið hvenær samningsaðilar hittast næst. Það verður þegar tilefni gefst til,“ segir Unnar Örn.

Eins og fram hefur komið hefst yfirvinnu- og þjálfunarbann á fimmtudaginn ef samningar eru ekki í höfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert