Prinsinn fer hlæjandi inn í sumarið

Gísli Ægir Ágústsson og Kris Kobietowski í versluninni, kaffihúsinu, veitingastaðnum …
Gísli Ægir Ágústsson og Kris Kobietowski í versluninni, kaffihúsinu, veitingastaðnum og samfélagsmiðlastöðinni Vegamótum á Bíldudal.

Rekstur verslana á landsbyggðinni er oft þungur og margir kaupmenn hafa gripið til þess ráðs að fjölga tekjustoðum í rekstrinum, til að mynda með sölu á veitingum og eldsneyti. Síðustu misseri hafa sjö slíkar verslanir tekið að sér að afhenda sendingar fyrir ÁTVR. Hefur það gefið góða raun að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur aðstoðarforstjóra ÁTVR.

„Það er okkar mat að afhendingarstaðir séu góð viðbótarþjónusta, sérstaklega þar sem þessir staðir eiga það sameiginlegt að það er frekar langt í næstu Vínbúð,“ segir hún og bætir við aðspurð að ekki sé þó á dagskránni að fjölga afhendingarstöðum í bráð.

Í dag er hægt að nálgast áfengi í Hríseyjarbúðinni, Gunnubúð á Raufarhöfn, Búðinni á Borgarfirði eystri, Búðinni í Grímsey, Jónsabúð á Grenivík, Hamona á Þingeyri og Vegamótum á Bíldudal. Kaupmaðurinn í síðastnefndu versluninni er ánægður með fyrirkomulagið.

Átti ekki von á að verða sjálfur pósthússtjóri

„Þetta hefur gengið fínt. Þótt það sé lítið pláss á Vegamótum hefur það ekki komið að sök því fólk kemur fljótt að sækja þetta,“ segir Gísli Ægir Ágústsson, verslunarstjóri með meiru.

Gísli er mörgum að góðu kunnur frá samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem hann og Kris Kobietowski, samstarfsmaður hans á Vegamótum, sprella við góðar undirtektir. Hægt er að finna Gísla þar undir heitinu Vegamótaprinsinn.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert