Fyrirtæki geta sótt um þátttöku á COP29

COP29 fer fram í Aserbaíjan í ár.
COP29 fer fram í Aserbaíjan í ár. AFP/John Macdougall

Íslensk fyrirtæki sem vilja taka þátt í viðskiptasendinefnd Íslands á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna geta nú sótt um að vera hluti af sendinefndinni. Loftlagsráðstefnan, sem ber nafnið COP29, fer fram í Bakú í Aserbaísjan, dagana 11-22 nóvember.

Í fréttatilkynningu frá Grænvangi, sem er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um grænar lausnir, segir að „hlutverk viðskiptasendinefndar á viðburðinum er að halda á lofti framlagi Íslands í loftslagsmálum, kynna Ísland og þær lausnir sem það hefur upp á að bjóða ásamt því að sækja þekkingu og reynslu sem nýtist í loftslagsvegferðinni hér heima.” Öll starfræk fyrirtæki á Íslandi geta sótt um þátttöku á ráðstefnunni.

Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í fyrra var haldin í Dubai, sem fékk á sig töluverða gagnrýni. Gagnrýnin beindist í talsverðum mæli að því stórt olíuframleiðsluríki líkt og Sameinuðu arabísku furstadæmin skyldu halda ráðstefnu þar sem markmiðið væri að draga úr jarðefnaeldsneyti. Sambærileg gagnrýni hefur komið upp vegna ráðstefnunnar í ár, enda er Aserbaísjan stór framleiðandi á olíu og jarðgasi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert