Úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir árás með sverði

AFP/Adrian Dennis

Maður sem myrti 14 ára dreng með sverði í Lundúnum var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til á þriðjudag.

Sá ákærði heitir Marcus Arduini Monzo og er 36 ára gamall. Hann er ákærður fyrir morð, tilraun til manndráps og önnur brot. Hann mætti fyrir dómstólinn í Westminister í Lundúnum í morgun til að staðfesta nafn sitt.

Atvikið átti sér stað snemma morguns síðastliðinn þriðjudag. Sá ákærði á að hafa keyrt sendiferðabíl á húsgirðingu og keyrði þar á mann, áður en hann stakk hann í hálsinn. Þá á hann einnig að hafa veist að manni inná heimili sínu áður en hann myrti hinn 14 ára Daniel Anjorni.

Monzo veittist að dregnum með sverði þegar hann gekk í skólann. Að auki særðust fjórir aðrir, þar af tveir lögreglumenn sem eru alvarlega slasaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert