Queen Latifah mætti ásamt kærustu sinni

Queen Latifah var stórglæsileg í hönnun eftir Thom Browne. Þetta …
Queen Latifah var stórglæsileg í hönnun eftir Thom Browne. Þetta var í fyrsta sinn sem Latifah mætir á viðburðinn. AFP

Bandaríska leik- og söngkonan Queen Latifah stal senunni á Met Gala-viðburðinum sem fram fór á Metropolitan-safninu í New York-borg á mánudag.

Latifah, sem er 54 ára gömul, mætti ásamt sambýliskonu sinni, dansaranum og danshöfundinum Eboni Nichols, á viðburðinn. 

Latifah, þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Hairspray, Chicago, Bringing Down the House og Taxi, kýs að halda einkalífi sínu utan sviðsljóssins. Það kom því mörgum á óvart að sjá parið ganga dregilinn hönd í hönd. 

Latifah og Nichols hafa verið saman í mörg ár. Þær kynntust árið 2009 við tökur á bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni Dancing With the Stars. Parið opinberaði samband sitt fjórum árum síðar.

Latifah og Nichols eiga eitt barn saman, son að nafni Rebel. Drengurinn kom í heiminn árið 2019. Nichols gekk með barnið. 

Parið skemmti sér drottningarlega.
Parið skemmti sér drottningarlega. JAMIE MCCARTHY
Queen Latifah og Eboni Nichols.
Queen Latifah og Eboni Nichols. MARLEEN MOISE
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir