Ari Bragi og Dóróthea eignuðust son

Ari Bragi Kárason og Dóróthea Jóhannesdóttir eignuðust son í síðustu …
Ari Bragi Kárason og Dóróthea Jóhannesdóttir eignuðust son í síðustu viku.

Ari Bragi Kárason og Dóróthea Jóhannesdóttir eignuðust sitt annað barn saman á dögunum. Fyrir eiga þau dótturina Ellen Ingu sem er þriggja ára gömul.

Ari Bragi og Dóróthea eru bæði fyrrverandi landsliðsfólk en þau kynntust fyrir rúmum áratug í gegnum frjálsar íþróttir og eiga bæði glæstan feril að baki í íþróttinni. Núna eru þau búsett í Kaupmannahöfn þar sem Ari Bragi starfar sem tónlistarmaður og spilar með fremstu jazz-tónlistarmönnum Danmerkur. Þá starfar Dóróthea sem svæðissölustjóri fyrir danska hönnunarfyrirtækið Design Letters. 

„Kom með hraði í heiminn“

Í nóvember síðastliðnum tilkynntu Ari Bragi og Dóróthea að fjölskyldan myndi stækka, en þau eignuðust son þann 9. maí. 

„Elsku litli strákurinn okkar kom með hraði í heiminn 09.05,“ skrifuðu þau í sameiginlegri færslu á Instagram, en með færslunni birtu þau fallega mynd af syni sínum. 

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert