Þrýst á ráðherra að veita veiðileyfi

Beðið er ákvörðunar ráðherra um útgáfu veiðileyfis.
Beðið er ákvörðunar ráðherra um útgáfu veiðileyfis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Talsverður þrýstingur er settur á nýjan matvælaráðherra að gefa út leyfi til hvalveiða sem allra fyrst, en leyfisumsókn hefur legið í ráðuneytinu frá því í janúarlok og ekki verið svarað.

Bæði í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum er lögð rík áhersla á að veiðileyfi til Hvals hf. verði gefið út hið fyrsta og var málið m.a. rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær.

Þingmennirnir Stefán Vagn Stefánsson, Framsóknarflokki, og Teitur Björn Einarsson, Sjálfstæðisflokki, eru mjög fylgjandi því að veiðarnar verði heimilaðar.

„Það er alveg ljóst að hvalveiðar eru lögum samkvæmt heimilar og ef umsókn berst um leyfi til hvalveiða verður ráðherrann að afgreiða slíkt leyfi,“ segir Teitur Björn.

„Þetta hvalveiðimál hefur þvælst nógu lengi fyrir og verið erfitt í umræðunni. Ég treysti því að nýr ráðherra leysi þetta,“ segir Stefán Vagn. Jafnvel þótt ráðherrann gefi út leyfið í þessari viku er ekki einboðið að af veiðum verði, sökum þess hve skammt er til vertíðarinnar. Tími til öflunar aðfanga er sagður mjög skammur. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.24 413,21 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.24 502,61 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.24 329,87 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.24 261,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.24 142,92 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.24 152,69 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.24 214,75 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 2.439 kg
Samtals 2.439 kg
16.5.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 748 kg
Samtals 748 kg
16.5.24 Emilía AK 57 Handfæri
Þorskur 779 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 799 kg
16.5.24 Teista AK 16 Handfæri
Þorskur 705 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 708 kg
16.5.24 Mardís AK 11 Handfæri
Þorskur 744 kg
Ufsi 101 kg
Karfi 4 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 852 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.24 413,21 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.24 502,61 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.24 329,87 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.24 261,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.24 142,92 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.24 152,69 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.24 214,75 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 2.439 kg
Samtals 2.439 kg
16.5.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 748 kg
Samtals 748 kg
16.5.24 Emilía AK 57 Handfæri
Þorskur 779 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 799 kg
16.5.24 Teista AK 16 Handfæri
Þorskur 705 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 708 kg
16.5.24 Mardís AK 11 Handfæri
Þorskur 744 kg
Ufsi 101 kg
Karfi 4 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 852 kg

Skoða allar landanir »