Samfélagið

Samfélagið

Við fræðumst um utankjörfundaratkvæðagreiðslur, fyrirkomulag þeirra og tilgang, heimsækjum utankjörfundarstað sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra á Akureyri og ræðum við sýslumanninn Svavar Pálsson og fleiri viðstadda. Við forvitnumst um strandveiðar en strandveiðitímabilið hófst í byrjun mánaðar. Við ætlum að slá á þráðinn til formanns strandveiðifélags Íslands, Kjartans Páls Sveinssonar sem rær frá Grundarfirði í sumar. Við heyrum málfarsmínútu eins og lög gera ráð fyrir og í lok þáttar ætlar Vera Illugadóttir að setjast hjá okkur og spjalla við okkur um dýr eins og svo oft.

Kosningar á Akureyri, strandveiðar, málfar og dýr á flóttaHlustað

31. maí 2024