sun. 5. maí 2024 07:30
Stúlkur í handboltalandsliđum greiđa 600 ţúsund

Leikmenn U18 og U20 ára landsliđa stúlkna sem taka ţátt í heimsmeistaramótunum í handbolta í sínum aldursflokkum í sumar ţurfa ađ greiđa um 600 ţúsund krónur hver fyrir ađ taka ţátt.

Ţetta kemur fram á handbolti.is ţar sem Róbert Geir Gíslason, framkvćmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, stađfestir ţessar tölur.

U20 ára landsliđiđ fer til Kína í lokakeppni HM í ágúst og U18 ára landsliđiđ fer til Norđur-Makedóníu í lokakeppni HM í júní.

Róbert segir ađ kostnađur leikmanna í U18 og U20 ára landsliđum karla, sem taka ţátt í Evrópumótum í sumar verđi lítiđ eitt lćgri en stađfesting á honum hafi ekki borist frá Handknattleikssambandi Evrópu.

Róbert segir jafnframt ađ lítiđ fáist frá Afrekssjóđi og sambönd sem eigi mörg liđ á stórmótum sé beinlínis hegnt fyrir góđan árangur.

„Međan tekjurnar hćkka ekki ţá ţyngist rekstur sambandsins, sem aftur leiđir til ţess ađ viđ getum ekki greitt kostnađ yngri landsliđanna eins mikiđ niđur og viđ höfum gert undanfarin ár, sem aftur gerir ađ verkum ađ stór reikningur fellur á iđkendur, sem á ekki ađ eiga sér stađ hér á landi," segir Róbert viđ handbolti.is.

til baka