fim. 2. maí 2024 14:41
Að minnsta kosti 50 nemendur og starfsmenn UCLA voru handteknir.
Rifu niður tjaldbúðirnar og handtóku nemendur

Nokkur hundruð lögreglumanna fjarlægðu í dag tjöld úr mótmælabúðum við UCLA-háskólann í Kaliforníu. Átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglumanna, sem rifu niður hindranir og handtóku nemendur.

Efnt hef­ur verið til mót­mæla á að minnsta kosti 30 há­skóla­svæðum víðs veg­ar um Bandaríkin en mót­mæli þeirra bein­ast gegn stríðsrekstri Ísraels á Gasaströndinni og til stuðnings Palestínu­mönn­um.

Krefjast nemendur m.a. að háskólarnir slíti samstarfi sínu við ísraelska háskóla.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/05/02/logreglumenn_vid_ollu_bunir_vid_ucla/

 

Beittu ljóssprengjum

Lögreglumenn í Los Angeles rifu niður trégrindverk sem umkringdi mótmælasvæðið við UCLA og drógu tjöld í burtu. Nemendur í UCLA, með hvíta hjálma á höfði, kræktu höndum saman til að mynda vegg sem sneri að lögreglunni.

Lögreglan beitti m.a. leiftursprengjum til að dreifa úr mannmergðinni sem hafði safnast saman fyrir utan tjaldbúðirnar og hrópaði: „Sleppið þeim!“. Á meðan sveimuðu þyrlur yfir svæðinu.

Lögreglumenn lokuðu stigum sem liggja að svæðinu en nemendur klæddir gulum jökkum, sem hafa gegnt sjúkraliðastörfum í mótmælabúðunum, segja við AFP að þeim hafi flestum verið meinaður aðgangur að svæðinu.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/05/02/niutiu_handteknir_vid_dartmouth/

 

„Neyðarástand á háskólasvæðinu“

„Þetta eru friðsamleg mótmæli, það eru engir andmótmælendur hérna í kvöld, svo að kalla til lögregluna á þá er fyrirlitlegt. Þessi borg ætti að styðja þá,“ sagði Jack Bedrosian, íbúi í los Angeles, við AFP en hann mætti til að sýna mótmælendum.

Lögregluviðvera á svæðinu í mótmælabúðunum hefur aukist í kjölfar gagnrýni sem lögregluyfirvöld þurftu að sæta eftir að bregðast seint við þegar átök brutust út á milli mótmælenda og andmótmælenda á þriðjudag.

UCLA sagði í yfirlýsingu að kennslustundir féllu niður í dag og á morgun, föstudag, vegna „neyðarástands á háskólasvæðinu“. Nemendum var ráðlagt að halda sig fjarri mótmælabúðunum.

Að minnsta kosti 50 nemendur og starfsmenn UCLA voru handteknir, að sögn skólans.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/05/01/hord_atok_a_milli_nemenda_og_taragasi_beitt/

til baka