fim. 2. maí 2024 14:11
Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli samþykktar

Félagsmenn í Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) og Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu, hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli sem voru boðaðar á mánudaginn.

Atkvæðagreiðslu þess efnis lauk klukkan 13 í dag.

afs

Um 80% félagsmanna FFR greiddu atkvæði með tillögunni, að því er kemur fram á vefsíðu félagsins.

Á kjörskrá voru 494 og greiddu alls 377 atkvæði, eða 76,1%.

afa

Frá kl. 16 fimmtu­dag­inn 9. maí hefst ótíma­bundið yf­ir­vinnu­bann. Það nær til alls fé­lags­fólks Sam­eyk­is og FFR sem starfar hjá Isa­via ohf. og dótt­ur­fé­lög­um.

 

til baka